top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Íþrótta- og tómstundastyrkur vegna COVID-19

UMF leiknir bendir foreldurum á eftirfarandi:

Umsóknarfrestur um íþrótta- og tómstundastyrk Fjarðabyggðar vegna COVID-19 hefur verið framlengdur til 30. júlí 2021.

Fjarðabyggð greiðir íþrótta- og tómstundastyrk með börnum fæddum á árunum 2005 til 2014 sem eru með lögheimili á heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020. Styrkurinn er greiddur vegna íþrótta- og tómstundastarfs á skólaárinu 2020-2021 og sumarið 2021, allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn. Umsækjandi kannar rétt til styrksins á www.island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs. Ef umsækjandi á rétt á styrknum er sótt um á íbúagátt Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is og þarf að framvísa kvittunum fyrir kostnaði vegna umræddra tómstunda. Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að hafa samband við fjölskyldusvið Fjarðabyggðar í netfangið hildur.vala@fjardabyggd.is eða með því að hringja í síma 470-9000. Vakin er athygli á upplýsingum á pólsku á www.island.is/styrkur-til-ithrotta-ogtomstundastarfs.

17 views0 comments

Recent Posts

See All

Mót hjá skíða- og brettakrökkum um helgina.

Um helgina fer fram bikarmót 12-15 ára í alpagreinum í Bláfjöllum. 16 krakkar frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar (SFF) og Skíðafélaginu í Stafdal keppa þar saman undir merkjum ÚÍA. 14 af þessum krökkum æfa

Comments


bottom of page