• Knattspyrnudeild

Ásgeir Páll skrifar undir!

Ásgeir Páll Magnússon, hinn tvítugi vinstri bakvörður félagsins skrifaði undir nýjan eins árs samning í gær.

Ásgeir er fjölhæfur leikmaður og spilaði meðal annars allar stöður á vellinum á undirbúningstímabilinu 2019, nema í marki þar sem hann hefur ekki spilað síðan á Króksmótinu 2013.

Ásgeir hefur verið lykilmaður hjá okkur síðustu tvö tímabil, enda öflugur leikmaður með mikla hlaupagetu sem alltaf er að bæta sig.

Ásgeir á að baki 61 leik og eitt mark á ferlinum og að sjálfsögðu aðeins fyrir Leikni,

Til hamingju með samninginn Ásgeir og til hamingju Leiknismenn!99 views0 comments

Recent Posts

See All